Arnar Gunnlaugsson segir að vælukórinn hafi orðið til þess að Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari gegn HK í gær hafi ekki þorað að dæma
Arnar lét ummælin falla í viðtali við Fótbolta.net eftir mjög óvænt 3-1 tap gegn HK í deildinin í gær.
Víkingur hafði unnið alla fjóra leiki tímabilsins en í umræðu fyrir mót var talað um að lið Víkings væri gróft. Arnar segir það hafa haft áhrif á dómgæsluna gegn HK.
„Það hefur verið svona moment fyrir mótið, þegar vælukórinn byrjaði að tala um hvað við værum grófir,“ sagði ARnar við Fótbolta.net.
„Ég er ekki til í að kvitta undir það, mér fannst dómarar ekki hlusta á það fyrstu fjórar umferðirnar. Mér fannst það ekki vera í kvöld.“
Óvíst er um hvern eða hverja Arnar ræðir þarna en nafni hans, Arnar Grétarsson, þjálfari Vals er einn þeirra sem hefur bent á grófan leik Víkings.