fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson segir að vælukórinn hafi orðið til þess að Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari gegn HK í gær hafi ekki þorað að dæma

Arnar lét ummælin falla í viðtali við Fótbolta.net eftir mjög óvænt 3-1 tap gegn HK í deildinin í gær.

Víkingur hafði unnið alla fjóra leiki tímabilsins en í umræðu fyrir mót var talað um að lið Víkings væri gróft. Arnar segir það hafa haft áhrif á dómgæsluna gegn HK.

„Það hefur verið svona moment fyrir mótið, þegar vælukórinn byrjaði að tala um hvað við værum grófir,“ sagði ARnar við Fótbolta.net.

„Ég er ekki til í að kvitta undir það, mér fannst dómarar ekki hlusta á það fyrstu fjórar umferðirnar. Mér fannst það ekki vera í kvöld.“

Óvíst er um hvern eða hverja Arnar ræðir þarna en nafni hans, Arnar Grétarsson, þjálfari Vals er einn þeirra sem hefur bent á grófan leik Víkings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur