Eftir 4-2 sigur Liverpool á Tottenham í gær gaf Jurgen Klopp í skyn að hann hefði hugsanlega gert mistök með að láta Stefan Bajcetic inn á sem varamann síðasta hálftímann.
Bajetic glímdi lengi við meiðsli en hann spilaði síðast fyrir aðallið Liverpool í mars 2023.
„Ég veit ekki hvort ég hefði háttað skiptingum okkar eins ef ég fengi að gera þær aftur. Stefan hefur litið mjög vel út á æfingum en í dag sáuði að þetta væri eins og hjól úti á hraðbraut. Hann þarf að aðlagast,“ sagði Klopp eftir leik.
Sem fyrr segir vann Liverpool 4-2 sigur en ljóst er að liðið hefur misst af Arsenal og Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.