fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Kaupir ekki útskýringar um fjarveru Viðars – „Þetta er bara bullshit“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. maí 2024 11:30

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli að Viðar Örn Kjartansson hafi verið skilinn eftir utan hóps hjá KA í leiknum gegn KR fyrir norðan í gær. Þetta er rætt í nýjasta þætti Dr. Football en þar kaupa menn ekki útskýringar þjálfarans um málið.

Ef hann æfir vel og stendur sig vel í vikunni að þá er aldrei að vita nema að hann verði í hóp næst,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, meðal annars um fjarveru Viðars við Fótbolta.net eftir jafnteflið gegn KR í gær.

„Þetta er bara bullshit. Það vita allir á Íslandi sem eru eitthvað í kringum fótbolta að Viðar Örn er bara búinn að vera að missa úr æfingum, það er búið að gerast oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir Hrafnkell Freyr Ágústsson ómyrkur í máli í Dr. Football.

Arnar Sveinn Geirsson var einnig í setti.

„Það eru alls konar sögur í gangi og maður veit ekki hvað er satt og hvað ekki. En það er alveg augljóst að það er eitthvað í gangi,“ segir hann.

Hrafnkell tók til máls á ný en hann bindur vonir við að Viðar eigi eftir að stíga upp og standa sig.

„Ég held hann muni rífa sig í gang og verði jafnvel í liðinu í næsta leik.“

Viðar gekk í raðir KA fyrir tímabil eftir fjölda ára í atvinnumennsku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári