fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Gylfi Þór kaffærði Blika með mögnuðum leik – Tvö rauð spjöld fóru á lot

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. maí 2024 21:08

Gylfi fagnar í leikslok.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson var gjörsamlega magnaður í 3-2 sigri liðsins á Breiðablik í kvöld þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

Á 28 mínútu leiksins átti Gylfi Þór geggjað skot með vinstri fæti en það small í stönginni og féll fyrir Patrick Pedersen sem hamraði boltanum í netið.

Skömmu síðar var komið að Gylfa en hann fékk boltann út í teig og skoraði fínt mark.

Kristinn Jónsson lagaði stöðuna fyrir heimamenn áður en fyrri hálfleikurinn var á enda.

Síðari hálfleikurinn fór svo af stað með látum, Adam Ægir Pálsson var rekinn af velli þegar hann fékk sitt seina gula spjald á 49 mínútu. Hann virtist láta einhver orð falla.

Arnar Grétarsson þjálfari Vals varð brjálaður og las yfir fjórða dómaranum, Erlendur Eiríkisson mætti á svæðið og rak Arnar af velli sem urðaði þá yfir Erlend.

Þetta hafði engin áhrif á Gylfa Þór sem tók aukaspyrnu skömmu síðar sem endaði í netinu, fínasta skot en líklega átti Anton Ari Einarsson að gera betur.

Aron Bjarnason lagaði stöðuna á nýjan leik fyrir Blika á 67 mínútu en nær komust Blikar ekki.

Breiðablik er með níu stig eftir leikina fimm en Valur er nú komið aftur í pakkann með átta stig, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik

Algjör niðurlæging Manchester United – Grimsby henti þeim úr leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn

Nýr landsliðshópur Arnars opinberaður: Guðjohnsen bræður í hóp – Gísli Gottskálk valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út

Þetta er upphæðin sem félögin hafa fjárfest í hópana sína og þetta er virði þeirra í dag – United kemur verst út
433Sport
Í gær

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir