fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 4. maí 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mohamed Salah er eigingjarnasti leikmaður í sögu fótboltans að sögn Graeme Souness sem er fyrrum leikmaður og goðsögn Liverpool.

Salah er eins og flestir vita leikmaður Liverpool í dag en miklar líkur eru á að hann kveðji félagið í sumar.

Salah var hundfúll í síðustu umferð gegn West Ham og reifst við stjóra sinn, Jurgen Klopp, á hliðarlínunni en hann fékk örfáar mínútur í 2-2 jafntefli.

Souness hefur margt gott að segja um Salah en er einnig sannfærður um að hann sé að kveðja í sumar og að um mjög eigingjarnan spilara sé að ræða.

,,Ég trúi því að Mohamed Salah sé á förum frá Liverpool í sumar. Hann hefur verið frábær fyrir félagið en ef hann heldur til Sádi Arabíu þá verður han ein stærsta stjarnan þar í landi,“ sagði Souness.

,,Það er ekki hægt að deila um það að hann lítur mjög stórt á sjálfan sig og var reiður að fá ekki að byrja leikinn gegn West Ham í síðustu viku. Hann gerði meira mál úr þessu en Klopp.“

,,Salah er eigingjarnasti leikmaður sem ég hef nokkurn tímann séð. Janfvel fyrir þennan leik, ef hann er tekinn af velli þá er hann alltaf óánægður. Það er það sem þú vilt frá þínum leikmanni, ef þeir hafa skorað tvö mörk þá vilja þeir ná því þriðja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne

Þetta komi ekki til greina hjá De Bruyne
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Í gær

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart

Myndband: Óhugnanleg árás á Spáni – Viðbrögðin komu á óvart
433Sport
Í gær

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne