Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gagnrýnt vinnubrögð félagsins eftir að hafa samið á Anfield árið 2007.
Babel var eftirsóttur á þessum tíma en hann kom til Liverpool frá Ajax fyrir um 11,5 milljónir punda.
Babel var lofað því að hann myndi fá hjálp frá félaginu að aðlagast Englandi en það varð ekki raunin að hans sögn.
Hollendingurinn er í dag 37 ára gamall en hann léki 146 leiki fyrir Liverpool kg skoraði í þeim 22 mörk.
,,Þetta var allt nokkuð svekkjandi fyrir mig því þegar ég valdi Liverpool þá var mér lofað að fá tíma og að félagið myndi vinna með mér,“ sagði Babel.
,,Alveg frá fyrsta degi þá var ég einn, ég þurfti að kynnast hlutunum sjálfur og það var gríðarlega erfitt.“
,,Ég var 20 ára gamall og var að lifa erlendis í fyrsta sinn, ég var að búa einn í fyrsta skiptið því ég bjó heima í Hollandi. Það voru margar áskoranir sem ég þurfti að takast á við.“