Real Madrid mun missa fyrirliða sinn í sumar en fjölmargir spænskir fjölmiðlar fullyrða þessar fregnir.
Um er að ræða varnarmanninn Nacho Fernandez sem er 34 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið með Real.
Nacho hefur spilað 38 leiki fyrir Real á tímabilinu en hann fær ekki nýjan samning og ætlar að halda til Bandaríkjanna.
Spánverjinn hefur engan áhuga á að elta peningana í Sádi Arabíu og er aðeins að skoða tilboð frá MLS deildinni.
Nacho hefur að sama skapi ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í Evrópu og ætlar að reyna fyrir sér í nýrri heimsálfu.