David Raya, markvörður Arsenal, er búinn að vinna gullhanskann í ensku úrvalsdeildinni eftir leik Luton og Everton í gær.
Elijah Adebayo komst á blað fyrir Luton í þessum leik en hann tryggði sínum mönnum stig í 1-1 jafntefli.
Jordan Pickford fékk þar mark á sig í marki Everton og getur ekki haldið hreinu jafn oft og Raya er stutt er eftir af tímabilinu.
Raya hefur haldið hreinu 14 sinnum í 29 deildarleikjum í vetur og hefur aðeins fengið á sig 23 mörk.
Pickford var sá eini sem gat náð Raya en eftir mark gærdagsins er ljóst að hann nær mest að halda hreinu 14 sinnum en hefur fengið á sig töluvert fleiri mörk en Spánverjinn.