Erik ten Hag stjóri Manchester United segist hafa lagt mikla áherslu á það að fá Harry Kane síðasta sumar en það hafi ekki tekist.
Tottenham hafði ekki áhuga á að selja Kane innan England en var tilbúið að leyfa honum að fara til FC Bayern.
Þegar Kane var ekki í boði tók Ten Hag og United ákvörðun um að veðja á framtíðina og kaupa hinn unga Rasmus Höjlund.
„Við höfum keypt menn með hæfileika eins og Rasmus Hojlund, ég var með framherja sem hafði sannað sig og við vildum kaupa en gátum það ekki. Þá fórum við í Rasmus sem getur orðið góður,“ sagði Ten Hag.
„Við vildum Harry Kane, við vissum að hann myndi alltaf skora 30 mörk. Rasmus mun komast þangað en þarf tíma. Það er ekki eðlilegt að bera hann saman við Kane.“
„Hojlund hafði mestu hæfileikana af þeim framherjum sem við gátum fengið og við erum sáttir með hann. Hann þarf hins vegar tíma til að aðlagast.“