fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Sjáðu þrumuræðu Klopp í dag – Talar um glæp og drullar yfir sjónvarpsstöðvar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. maí 2024 10:34

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að komið sé að því að sjónvarpsstöðvar á Bretlandi hjálpi enskum liðum frekar en að setja stein í götu þeirra.

Hann hefur lengi talað um þetta en segir að árangur enskra liða í Evrópu sé slakur þetta árið vegna þess hversu mikið álagið er.

„Þetta er áhugavert efni til að ræða, að sja´Aston Villa tapa í gær og ef þeir detta út verður ekkert enskt lið í úrslitum í Evrópukeppni. Þið verðið öll hér áfram að ræða þetta þegar ég hætti, ef þið minnkið ekki álagið þá verður þetta svona,“ segir Klopp.

„Enska deildin er sú besta í heimi, hún er ekki ofmetin en leikmenn eru undir of miklu álagi. Það þarf að hjálpa leikmönnum.“

„Þið takið af einn bikarleik en það bætast við þrír leikir í Meistaradeildinni, það hafa allir ástæðu til þess að ræða þetta.“

Klopp er sérstaklega illa við þá sem stjórna TNT stöðinni sem sem er með hádegisleikina á laugardögum. „Ég átti samtal við mann frá TNT, ég mun aldrei horfa á þá stöð aftur. Fólk fer alltaf að tala um að þeir borgi launin okkar, þar er ég ósammála. Það er fótboltinn sem borgar þeim.“

„Sjónvarpið þarf að vinna með fótboltanum en ekki kreista allt úr honum, þetta er bara ráð frá eldri manni eins og mér.“

Klopp ætlar að taka sér frí frá boltanum í eitt ár hið minnsta þegar hann hættir með Liverpool. „Ég mun horfa á mikið af fótbolta, en fólk lifir af án þess að hafa alltaf leiki í beinni.“

„Við verðum að breyta um áherslur. Þegar ég ræði þetta heldur fólk að þetta sé bara um okkar, þetta er er vandamál fyrir alla. Manchester City og Arsenal duttu út í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.“

„Þeir láta þig spila á fimmtudegi, sunnudegi, miðvikudegi og í hádegi á laugardegi. Þetta er glæpur.“

„Ég beið eftir að Amnesty myndi heimsækja þá, ég myndi vilja funda með þeim hjá TNT. Þeir setja Liverpool 12:30 á laugardegi og fara svo að hlæja.“

„Þeir tala um að þú verðir að berjast meira, þetta er klikkun. Þeir vilja áskriftir en þeir geta tekið mig af þeim lista. Ef ykkur vantar sérfræðing, ég tala ensku og gæti gert það en… Hver var spurningin aftur?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur