Arnar Daði Jóhannesson, markvörður Aftureldingar, gerði sig sekan um slæm mistök í 1. umferð Lengjudeildarinnar gegn Gróttu í kvöld.
Mosfellingar komust yfir snemma leiks þegar Aron Bjarki Jósepsson gerði sjálfsmark. Damian Timan skoraði jöfnunarmark Gróttu eftir nokkrar mínútur af seinni hálfleik. Meira var ekki skorað og lokatölur 1-1.
Mark Timan kom eftir mistök Arnars þar sem hann náði ekki að halda í boltann þegar hann kom út til að grípa fyrirgjöf.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.