Jurrien Timber er klár í slaginn með Arsenal á ný eftir að hafa jafnað sig eftir krossbandsslit.
Hollenski bakvörðurinn sleit krossband strax í upphafi leiktíðar en hann var keyptur til Arsenal frá Ajax í sumar.
Ekki var búist við því að Timber myndi spila meira á þessari leiktíð en endurhæfing hans hefur gengið vonum framar.
„Jurrien Timber er 100 prósent klár. Allur í leikmannahópnum eru heilir og klárir í að spila,“ sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag.
Arsenal mætir Bournemouth á morgun en liðið gerir sér enn vonir um að skáka Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.