Jurgen Klopp táraðist er hann sá málverk sem listakonan Abigail Rudkin hafði útbúið handa honum sem gerir upp tíma hans hjá Liverpool.
Klopp er að hætta eftir níu farsæl ár og í tilefni að því afhenti hin 23 ára gamla Abigail honum verk sitt í dag. Þar er honum þakkað fyrir tímann.
„Ég elska þetta. Þegar ég sá þetta táraðist ég,“ sagði Klopp við Abigail.
„Ég hef ekki mikið af hæfileikum en ég þekki þá þegar ég sé þá. Abigail, þú ert greinilega mjög hæfileikarík og ég óska þér alls hins besta.“
Hér að neðan má sjá málverkið og þegar Abigail afhendir Klopp það.
Today was the best day ever 🥹
After years of painting Jurgen, I finally got to show him my work❤️
He said “we need to get a video! Let’s do a video”. I was in utter shock.
The nicest person I’ve ever met. Hopefully he hasn’t seen the last of me yet🫶 pic.twitter.com/cnfclYpFKb— Abigail Rudkin (@rudkin_abigail) May 2, 2024