Sláandi atvik átti sér stað í neðri deildum velska boltans um helgina þegar 17 ára gamall línuvörður í sjálfboðastarfi var laminn af manni sem virðist vera þjálfari fyrir framan varamannabekkina. Lögregla rannsakar málið.
Atvikið átti sér stað í leik í leik Amlwch Town og Penrhyndeudraeth FC, en línuvörðurinn er leikmaður síðarnefnda liðsins og tók starfið að sér í þessum leik.
„Við getum staðfest að við erum að rannsaka líkamsárás sem átti sér stað í leik Amlwch Town og Penrhyndeudraeth FC þann 27. apríl,“ segir í tilkynningu lögreglunnar í Norður-Wales.
Leiknum lauk með 8-0 sigri Penrhyndeudraeth. Liðið harmar líkamsárásina á samfélagsmiðlum en ekki hefur heyrst frá Amlwch Town.
Hér að neðan má sjá atvikið.
Teenage linesman punched by coach during game between Penrhyn and Amlwch in North Wales on weekend. pic.twitter.com/sSRLsRkhoF
— Marc Webber (@marcwebber) May 1, 2024