fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 20:53

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fóru af stað með látum í kvöld þegar Real Madrid heimsótti FC Bayern á Allianz Arena í Þýskalandi.

Vini Jr kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik en fram að markinu hafði Bayern verið miklu sterkari aðili leiksins.

Í síðari hálfleik sýndi Bayern klærnar og Leroy Sane jafnaði leikinn áður en vítaspyrna var dæmd fyrir Bayern.

Á punktinn steig Harry Kane og sýndi mikið öryggi þegar hann setti knöttinn í netið.

Það var svo þegar lítið var eftir af leiknum sem Kim Min-Jae varnarmaður Bayern braut klaufalega af sér í teignum og vítaspyrna var dæmd.

Vini Jr steig aftur á punktinn og skoraði af miklu öryggi og fagnaði vel og innilega. Staðan 2-2 og þannig lauk leiknum en síðari leikurinn fer fram eftir rúma viku á Spáni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar