Svo virðist sem Marc Guehi, miðvörður Crystal Palace, verði eftirsóttur í sumar.
Um er að ræða 23 ára gamlan afar öflugan leikmann sem Times sagði í gær á óskalista Arsenal og Manchester United fyrir sumarið. Nú er talið ólíklegt að Palace nái að halda í hann í sumar.
Þá heldur knattspyrnumiðillinn Football Insider því fram að Liverpool ætli einnig að taka þátt í kapphlaupinu um leikmanninn í sumar. Félagið undirbýr sig fyrir nýjan kafla með Arne Slot í brúnni.
Guehi er metinn á um 55 milljónir punda.