Liverpool gerir ráð fyrir að Mohamed Salah verði áfram hjá félaginu í sumar þrátt fyrir orðróma um annað. David Ornstein, virtur blaðamaður The Athletic, segir frá þessu.
Salah hefur verið sterklega orðaður við sádiarabísku deildina en Sádar reyndu einnig að fá hann í fyrra. Ornstein segir hins vegar að Sádar geri ráð fyrir að Salah vilji vera áfram hjá Liverpool.
Enn fremur kemur fram að Salah sjálfur hafi aldrei gefið í skyn að hann vilji fara.
Samningur kappans rennur út eftir næstu leiktíð og mun félagið ræða samningamál við þennan 31 árs gamla Egypta á næstunni.
🚨 EXCL: Liverpool expect Mo Salah to stay & are planning with him for at least another campaign. 31yo has given no indication of wanting out + contract to be addressed in due course. Saudi view is Salah intends to remain at #LFC next season @TheAthleticFC https://t.co/acKNoAt6yM
— David Ornstein (@David_Ornstein) April 29, 2024