Benjamin Sesko framherji RB Leipzig er einn af þeim sem er orðaður við Arsenal en talið er næsta víst að félagið muni kaupa framherja í sumar.
Staða fremsta manns hefur verið áhyggjuefni Arsenal á þessu tímabili.
Sesko er öflugur framherji frá Slóveníu en kjaftasögur hans fá nú vind í seglinn eftir að umboðsmaður hans birti mynd af sér á Emirates vellinum.
Elvis Basanovic sem starfar hjá Pro Transfer var á leik Arsenal og Chelsea í síðustu viku, Sesko er skjólstæðingur þeirra.
Sesko birti mynd af sér í VIP stúku Arsenal þar sem aðeins þeir merkilegustu komast að.