fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 10:14

Hannes og félagar hans úr landsliðinu í brúpkaupinu fræga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, mætti í hlapvarpið Dr. Football fyrir helgi og þar var rifjuð upp umfjöllun og mikið fjaðrafok í kringum för hans í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur á Ítalíu.

Hannes var þarna á mála hjá Val en hann fékk á sig mikla gagnrýni þegar hann skellti sér í brúðkaup Gylfa og missti af leik með liðinu. Sannleikurinn var þó sá að Hannes var að glíma við meiðsli eftir landsleiki og fékk grænt ljós frá Ólafi Jóhannessyni, þjálfara Vals, á að fara.

„Þú ert fyrsta fórnarlamb hlaðvarpanna,“ sagði Hjörvar í Dr. Football, en hlaðvarpið fór mikinn um mál Hannesar á sínum tíma.

„Við fórum af fullum krafti í þetta, hvaða metnaðarleysi þetta væri, að svona gerðum leiðtogar ekki. Við hjóluðum í Halldórsson,“ sagði Hjörvar enn fremur léttur í bragði.

„Ég sem maður í þessum skemmtanabransa skil alveg hvaðan þetta kemur. Þetta var bara mjög skemmtilegt topic til að tækla og alveg keyrt upp úr öllu valdi. Ég get mjög auðveldlega brosað yfir þessu í dag en ég er náttúrulega tilfinningavera og snöggreiddist og svaraði fyrir mig. Mér fannst þetta orðið ágætt þarna á tímabili,“ sagði Hannes.

Meira
Hannes reiður vegna frétta um ferð hans í brúðkaup Gylfa:Var meiddur -,,Ég get ekki orða bundist”

Hannes ætlaði upphaflega ekki í brúðkaupið vegna slæms gengis Vals. Hann vildi verða eftir og hjálpa liðinu.

„Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd, ég raunverulega ætlaði ekki í þetta brúðkaup þangað til ég kom meiddur úr þessum landsleik. Þá settumst við Óli niður og hann sagði: „Skelltu þér.“ Ég var búinn að ræða það þegar ég samdi við Val um að mögulega væri þetta fríhelgi. Ég var ekki búinn að taka frí mörg tímabil í röð og við vorum á leið í sumarfrí í Qarabag, þar sem var búið að vera mikið andlegt álag á mér líka. Þá koma Valsararnir og vilja fá mig beint inn í season. Ég sagði að það væri ekkert mál en það væri búið að bjóða mér í þetta brúðkaup og að ég væri að fara í tvo erfiða landsleiki. 

Ég var með jákvætt svar á þetta en svo vorum við með allt í skrúfunni. Við vorum neðstir þarna. Ég ræddi þetta við Gylfa og þá í landsliðinu en svo var ég búinn að tilkynna Gylfa að ég ætlaði ekki að koma, ég finndi það ekki hjá mér að fara á þessu augnabliki. En svo kem ég út úr þessum leikjum tæpur. Óli sagði bara: „Ekki spurning, þú ferð og ég bið að heilsa Gylfa og skemmtu þér. Þú þarft á þessu að halda.“ 

Hannes segir málið svo hafa róast en honum var öllum lokið þegar það var tekið upp á ný á leikdegi eftir heimkomuna frá Ítalíu.

„Það rauk upp í mér reiðin þegar þetta var að verða rólegt en á leikdegi gegn KR opna ég símann og þá sá ég einhverja nýja bombu frá þér. Ég held þú hafir mætt með það að jakkafötin hafi verið klár. Það voru komin sönnungargögn,“ sagði Hannes og hló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur