Aron Jóhannsson sóknarmaður Vals er lítillega meiddur og var sökum þess ekki í leikmannahópi Vals gegn Fram í kvöld í Bestu deild karla. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Aron segir í samtali við 433.is að hann hafi verið tæpur fyrir leikinn en vonist til að vera heill heilsu um næstu helgi.
Valur heimsækir Breiðablik í næstu umferð í leik sem gæti haft mikið að segja um það hvort liðið ætlar sér í titilbaráttu.
Aron hefur verið jafn besti leikmaður Vals síðustu tvö tímabil en hann gerði nýjan samning við liðið fyrir tímabilið.
Aron er 34 ára gamall en hann var frama af ferli sínum sóknarmaður en hefur að mestu spilað á miðjunni hjá Val.