Arnar Daði Arnarsson, handboltasérfræðingur með meiru, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar sem er í umsjón Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
KA marði ÍR undir lok framlengingar í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla á dögunum. Liðið hefur verið afar ósannfærandi á leiktíðinni.
„Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum, þessi sigur á móti ÍR í framlengingu,“ sagði Helgi.
Hrafnkell tók til máls.
„Ég held þeir hafi ekki farið brattir inn í þetta tímabil. Liðið er ekki styrkt að neinu viti. Ég held að bestu leikmennirnir þeirra hafi verið pirraðir í allan vetur og spurt sig hvort það ætti ekki að sækja einhverja leikmenn. Þeir komu sér langt í Evrópu og fóru í úrslit í bikar. Það hlýtur að vera einhver peningur til þarna en hann er greinilega ekki nýttur.“
Umræðan í heild er í spilaranum.