fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Telur að rifrildið umtalaða í gær tali sínu máli – ,,Sannfærður um að hann sé á förum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska goðsögnin Ally McCoist er viss um að Mohamed Salah sé að kveðja Liverpool í sumar eftir atvik sem átti sér stað í gær.

Salah reifst heiftarlega við Jurgen Klopp, stjóra liðsins, í leik gegn West Ham sem lauk með 2-2 jafntefli.

Klopp er sjálfur á förum frá Liverpool eftir tímabilið og er McCoist viss um að Salah muni elta hann út um dyrnar.

,,Já ég er sannfærður um að Salah sé á förum. Hann hefur verið einn besti leikmaður sem við höfum séð í þessari deild,“ sagði McCoist.

,,Hann hefur verið ekkert nema stórkostlegur fyrir Liverpool en hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og að mínu mati er útlit fyrir að hann sé að kveðja.“

,,Ég held að það gæti hentað báðum aðilum, Salah fer frá Liverpool og félagið fær peninga sína til baka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar

Vilja safna fyrir launum Jesus og fá hann í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar

Staðfest að Silva sé á förum – Horfir til HM næsta sumar