fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 09:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir farnir að kannast við nafnið Paul Mullin en hann leikur með liði Wrexham í ensku fjórðu deildinni.

Wrexham er búið að tryggja sér sæti í þriðju efstu deild og vann lið Stockport 2-1 í lokaumferðinni í gær.

Mullin gat bætt met Thierry Henry og Harry Kane með marki í viðureigninni en mistókst að komast á blað.

Henry og Kane eiga það sameiginlegt að hafa skorað 25 mörk eða meira þrjú tímabil í röð á Englandi – líkt og Mullin.

Mullin gat hins vegar gert enn betur og skorað 25 mörk eða fleiri fjórða tímabilið í röð en það heppnaðist ekki í gær.

Mullin endar tímabilið með 24 mörk en hann skoraði 28 mörk á síðasta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið

Chelsea ætlar að taka fullt af krökkum með í hrottalega frostið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku

Arnar Grétarsson sagður nálægt því að landa starfi í Danmörku