Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var hundfúll eftir leik sinna manna við Aston Villa í gær.
Chelsea gerði 2-2 jafntefli á Villa Park en Axel Disasi virtist hafa tryggt liðinu sigur í uppbótartíma.
Craig Pawson, dómari viðureignarinnar, dæmdi markið þó þar sem Benoit Badiashile var talinn brotlegur innan teigs.
Pochettino var alls ekki sammála þeirri ákvörðun og lét vel í sér heyra eftir leik.
,,Markið sem var tekið af okkur? Ég vil ekki tala illa um dómarana en þetta er ótrúlegt og fáránlegt,“ sagði Pochettino.
,,Það er erfitt að samþykkja þetta. Eftir undanúrslit FA bikarsins var ég auðmjúkur, VAR ákvað að við ættum ekki að fá vítaspyrnu en þetta var sársaukafullt og skemmir enskan fótbolta.“