Lionel Messi er að minna fólk á það að hann er enn á meðal bestu leikmanna heims þrátt fyrir vera 36 ára gamall.
Messi er markahæsti leikmaður MLS deildarinnar í Bandaríkjunum en hann hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta hingað til.
Messi átti sinn besta leik fyrir Miami í nótt er liðið mætti New Englans Revolution og vann öruggan 4-1 sigur.
Argentínumaðurinn skoraði tvö mörk og lagði upp tvö er Miami tryggði sér toppsætið eftir 11 leiki.
Lus Suarez komst einnig á blað fyrir Miami en hann skoraði eftir sendingu frá Messi á 89. mínútu.