Óhugnanlegt atvik átti sér stað í Frakklandi í gær er lið Montpellier og Nantes áttust við í Ligue 1.
Varnarmaðurinn Nicolas Cozza hefði getað stórslasast í þessari viðureign eftir brot manns að nafni Arnaud Nordin.
Nordin reyndi við boltann en fór þess í stað með takkana í andlit Cozza og þurfti að sauma fjölmörg spor í andlit þess síðarnefnda.
Ótrúlegt en satt þá náði Cozza að klára leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli.
Þetta má sjá hér.
💥 Nicolas Cozza takes a bit hit from Arnaud Nordin. The Nantes defender required stitches but was able to complete the final minutes of the game.
🟥 Arnaud Nordin unsurprisingly received a straight red for the tackle. pic.twitter.com/669mAs9e2i
— Get French Football News (@GFFN) April 27, 2024