Harry Kane vonar að landi sinn Jude Bellingham verði rólegur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár.
Bellingham er leikmaður Real Madrid sem mætir Bayern Munchen þar sem Kane er að raða inn mörkum.
Bellingham hefur átt stórkostlegt tímabil með Real og er til alls líklegur í undanúrslitunum sem hefjast bráðlega.
Kane er sjálfur vongóður fyrir leikina en hann og Bellingham munu svo spila saman á EM í Þýhskalandi með Englandi í sumar.
,,Mér líður mjög vel og ég er fullur sjálfstrausts. Ef liðsfélagar mínir mata mig eins og þeir hafa gert allt tímabilið þá verð ég mættur,“ sagði Kane.
,,Jude er að eiga ótrúlegt tímabil en ef þú spyrð mig þá má hann taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur.“