Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Stöð 2 Sport í kvöld eftir leik sinna manna við KR í Bestu deildinni.
Blikar unnu 3-2 sigur á KR á útivelli og svaraði vel fyrir sig eftir óvænt tap gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum í vikunni.
KR völlurinn var alls ekki upp á tíu í kvöld og var grasið óheillandi og ræddi Halldór á meðal annars um það í sjónvarpsviðalinu.
,,Ég er mjög ánægður með frammistöðu míns liðs, menn lögðu mikla vinnu í þennan leik og voru ákveðnir og fastir fyrir,“ sagði Halldór.
,,Við skorum gríðarlega gott mark til að komast yfir og gerðum vel lengst af varnarlega, við fengum ekki færi á okkur fyrr en undir blálokin. Það var virkilega vel gert að standa af sér sóknir KR-inga undir lokin.“
,,Völlurinn er bara svo erfiður og þú veist ekki alveg hvar boltinn endar þegar þú spilar honum innanfótar.“
,,Benjamin var upp á topp að berjast við Finn og Axel og gerði það hrikalega vel, hann setti þá í mikil vandræði. Við gátum ógnað úr nokkrum áttum og fengum ótal færi í fyrri hálfleik til að komast yfir.“