Antonio Conte er að snúa aftur í þjálfun en þetta fullyrðir ítalski miðillinn RAI sem er með nokkuð virta heimildarmenn.
Conte er nafn sem flestir kannast við en hann var síðast við stjórnvölin hjá Tottenham í efstu deild Englands.
Nú er Conte að snúa aftur til Ítalíu þar sem hann hefur unnið deildina með bæði Juventus og Inter Milan.
Conte mun taka við Napoli í sumar samkvæmt RAI og gerir þriggja ára samning við félagið.
Luciano Spalletti var látinn fara fyrr á þessu tímabili eftir að hafa unnið titilinn með liðinu síðasta vetur.