fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2024 16:03

Kjartan Kári komst á blað. Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann flottan sigur á Akranesi í dag er liðið mætti ÍA í einum af tveimur fyrri leikjum dagsins.

Logi Hrafn Róbertsson var hetja FH í Akraneshöllinni en hann gerði sigurmark leiksins í seinni hálfleik.

FH var að vinna sinn þriðja sigur í röð í Bestu deildinni eftir að hafa tapað gegn Blikum í fyrstu umferð.

Skagamenn eru með sex stig eftir fjórar umferðir og eru í fínum málum þrátt fyrir tvö töp gegn sterkum andstæðingum.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum en Ísak Óli Ólafsson var rekinn af velli hjá FH og Oliver Stefánsson hjá heimaliðinu undir lok leiks.

Á sama tíma vann Vestri sinn annan sigur í sumar en liðið fékk HK í heimsókn og hafði betur, 1-0.

ÍA 1 – 2 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson(’13)
1-1 Viktor Jónsson(’42)
1-2 Logi Hrafn Róbertsson(’54)

Vestri 1 – 0 HK
1-0 Benedikt V. Waren(’73)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn