Bayern Munchen verður búið að ákveða hver tekur við liðinu fyrir næsta tímabil í næstu viku.
Frá þessu greinir Uli Hoeness, fyrrum forseti félagsins, en hann staðfestir viðræður við Ralf Rangnick.
Hoeness er vel tengdur innan Bayern og er hluti af stjórn félagsins en hann ræddi við Frankfurter Allgemeine.
,,Já það eru viðræður í gangi við Ralf Rangnick. Ég held að ákvörðun verði tekin í næstu viku,“ sagði Hoeness.
Thomas Tuchel lætur af störfum sem stjóri Bayern í sumar en Rangnick er sjálfur þjálfari Austurríkis í dag.