Arne Slot er fullkominn arftaki Jurgen Klopp hjá Liverpool ef þú spyrð fyrrum leikmann liðsins, Dirk Kuyt.
Kuyt hefur lagt skóna á hilluna í dag en útlit er fyrir að Slot muni taka við starfi Klopp sem hefur unnið í Liverpool borg í níu ár.
Margir hafa sett spurningamerki við þessa ráðningu en Slot hefur sjálfur staðfest að viðræður séu í gangi.
Kuyt segir að Slot sé góður að svara fyrir sig í fjölmiðlum og er einnig með góð tök á enska tungumálinu.
Hollendingurinn hefur gert flotta hluti með Feyenoord í heimalandinu, Hollandi, og á svo sannarlega skilið stærra tækifæri í Evrópu.