John Terry hefur oft reynt að ræða við sinn gamla vin Rio Ferdinand en það án árangurs, ástæðan er sú að Terry var dæmdur fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Anton Ferdinand, bróðir Rio.
Ferdinand og Terry voru lengi vel límið í vörn enska landsliðsins en Terry var fyrirliði Chelsea og Rio var lykilmaður hjá Manchester United.
„Ég hef reynta ð tala við Rio en hann hefur ekki neinn einasta áhuga á því að tala við mig;“ segir Terry í nýlegu hlaðvarpi.
Þeir hafa reglulega rekist á hvorn annan á sólarströnd en þar er andrúmsloftið ekki gott.
„Ég hef rekist á hann á ströndinni í Dubai og hann neitar að tala við mig. Það hefði verið hægt að ganga frá þessu máli á miklu betri hátt.“