Willian Pacho varnarmaður Eintracht Frankfurt er ofarlega á lista Liverpool og gæti orðið fyrstur inn um dyrnar hjá Arne Slot.
Slot er að taka við þjálfun Liverpool nema eitthvað óvænt gerist. Slot er þjálfari Feyenoord og hefur vakið athygli.
Varnarleikur Liverpool hefur verið til umræðu og meiðsli varnarmanna hafa haft áhrif á gengi liðsins.
Pacho er öflugur miðövðrur en Gianluca Di Marzio fullyrðir að Liverpool hafi gríðarlegan áhuga á að kaupa hann í sumar.
Frankfurt keypti Pacho síaðsta sumar frá Royal Antwerp á 9 milljónir evra en nú er verðmiðinn 65 milljónir evra.