Það velta því margir fyrir sér hvað verður um hinn öfluga Joao Cancelo sem er á mála hjá stórliði Manchester City.
Cancelo var flottur í bakverðinum hjá City um tíma en var síðar lánaður til Bayern Munchen og Barcelona.
Cancelo hefur leikið með Barcelona á þessu tímabili en frammistaða hans hefur ekki heillað nógu marga.
Útlit er fyrir að Börsungar vilji ekki halda Portúgalanum og þá er óvitað hvort hann eigi einhverja dramtíð fyrir sér í Manchester.
Pep Guardiola, stjóri City, hefur nú tjáð sig stuttlega um málið.
,,Við þurfum að skoða það í lok tímabils,“ svaraði Guardiola aðspurður hvort Cancelo ætti einhverja framtíð á Etihad.