fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir eins og maður að nafni Neil Warnock sem gerði garðinn frægan sem knattspyrnustjóri.

Warnock virðist vera hættur þjálfun í dag en hann er 75 ára gamall en stoppaði þó stutt í Skotlandi hjá Aberdeen á þessu ári.

Englendingurinn er ekki þekktur fyrir það að hafa spilað skemmtilegan bolta sem þjálfari en hann hefur verið á mála hjá þónokkrum liðum.

Warnock var hreinskilinn í beinni útsendingu Sky Sports er hann ræddi um leik Leicester og Southampton þar sem það fyrrnefnda vann 5-0 sigur.

Russell Martin er þjálfari Southampton en hann vill halda í boltann og reynir að spila eins skemmtilega og hægt er með það lið sem hann er með í höndunum.

Warnock er ekki á móti því að spila skemmtilegan og fallegan fótbolta en baunaði hressilega á þá leikmenn sem hann hefur unnið með með orðum sínum.

,,Martin er með þessa hugmyndafræði, þetta er það sem hann vill gera,“ sagði Warnock við Sky.

,,Hann er heppinn því ég hef aldrei getað notað varnarmenn sem geta dreift vatnsflöskum sín á milli og hvað þá fótbolta.“

,,Þú þarft að aðlagast, þú semur við félag og finnur svo út hvaða leikkerfi hentar þeim leikmönnum sem þú ert með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar