Johannes Selven, sænskur kantmaður, er genginn í raðir Vestra. Hann kemur á láni frá OB í Danmörku.
Hinn tvítugi Selven gekk í raðir OB fyrir tæpu ári síðan og hefur skorað eitt mark í níu leikjum í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni.
Vestri er nýliði í Bestu deildinni og nældi í sín fyrstu stig um helgina með sigri á KA.