Um tíu mínútur eru liðnar af leik Vals og FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla og eru heimamenn þegar komnir yfir.
Það var Hólmar Örn Eyjólfsson sem kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. 1-0.
Hér að neðan má sjá markið.
Það tók Valsmenn 4 mínútur að komast yfir. Hólmar Örn Eyjólfsson⚽️Valur-FH 1-0 @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/xzQGgtMtO6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024