Lauren Fryer unnusta Declan Rice hjá Arsenal hefur eytt öllum myndum af Instagram eftir að netverjar fóru að herja á síðu hennar og skrifa ljóta hluti. Rice fær einnig regluleg skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann geti gert betur í einkalífinu.
Fryer hefur mikið verið til umræðu á samfélagsmiðlum undanfarna daga og holdafar hennar sérstaklega, rætt hefur verið um að einn besti knattspyrnumaður Englands gæti gert betur.
Flestum hefur þótt umræðan subbuleg og á köflum hreinlega ógeðfelld. Fryer og Rice hafa verið saman frá unga aldri og eiga eitt barn saman.
Margir hafa stutt við bak Fryer eftir að netverjar fóru að herja á hana. „Styðjum þessa fallegu konu, Lauren Fryer. Við erum miður okkar að árið 2024 fái konur svona viðbjóðsleg ummæli yfir sig,“ segir In the Style sem er tískuhús í Manchester.
Lauren og Rice hafa verið saman í átta ár og njóta lífsins samana, Rebekah Vardy sem er eiginkona Jamie Vardy tekur upp hanskann fyrir hana.
„Það er viðbjóðslegt að sjá hvað fólk skrifar, það er alltof auðvelt fyrir nettröll að fela sig á bak við lyklaborðið í dag,“ segir Vardy.
„Það er líka einfalt fyrir fólk að segja að fólk eigi ekki að taka þessu nærri sér, vonandi á ún góða vini til að styðja sig. Hún er gullfalleg og gæti kennt eiginkonum knattspyrnumanna margt,“ segir Vardy.