Erling Haaland framherji Manchester City verður frá vegna meiðsla þegar liðið heimsækir Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Haaland meiddist í síðustu viku þegar City féll úr leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Framherjinn missti af undanúrslitum enska bikarsins um helgina og meiðslin plaga hann áfram.
City er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal i ensku deildinni en á leik til góða.
„Þetta er ekki alvarlegt,“ sagði Guardiola en vonir standa til um að Haaland geti reimað á sig takkaskóna um helgina.