fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 20:59

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Flestra augu voru á Goodison Park þar sem Everton tók á móti nágrönnum sínum í Liverpool.

Það er óhætt að segja að Liverpool hafi ekki náð sér í strik í leiknum en það var Jarrad Branthwaite sem kom Everton yfir á 27. mínútu. Staðan í hálfleik 1-0.

Eftir tæpan klukkutíma leik bætti Dominic Calvert-Lewin við marki og kom Everton í 2-0. Liverpool tókst ekki að ógna forystunni alvarlega og lokatölur 2-0.

Úrslitin þýða að Liverpool er svo gott sem úr leik í titilbaráttunni. Liðið er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Arsenal sem er með mun betri markatölu. Stigi á eftir Liverpool kemur svo Manchester City sem á tvo leiki til góða.

Everton fór langt með að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni með sigrinum.

Manchester United tók þá á móti Sheffield United og tókst með herkjum að knýja fram sigur. Jayden Bogle kom gestunum yfir á 35. mínútu en nokkrum mínútum seinna jafnaði Harry Maguire. Staðan í hálfleik 1-1.

Ben Brereton kom Sheffield United yfir á ný snemma í seinni hálfleik en skömmu síðar fékk United víti. Bruno Fernandes fór á punktinn og skoraði.

Portúgalinn skoraði svo flott mark á 81. mínútu áður en Rasmus Hojlund innsiglaði 4-2 sigur United. Liðið er í sjötta sæti, 13 stigum á eftir fjórða sætinu.

Crystal Palace vann þá Newcastle 2-0 í fremur þýðingarlitlum leik. Jean-Philippe Mateta skoraði bæði mörkin í seinni hálfleik.

Loks vann Bournemouth 0-1 sigur á Wolves þar sem Antoine Semenyo gerði eina markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur