Axel Óskar Andrésson, varnarmaður KR, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Bikarmeistarar Víkings urðu meistarar meistaranna á dögunum eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni. Mikill uppgangur hefur verið í Víkinni en liðið vann Lengjudeild kvenna í fyrra, sem og bikarinn. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í Bestu deildinni, 1-2 gegn Stjörnunni í gær.
„Þær eru með algjöran meistara að þjálfa í John (Andrews). Hann var í Aftureldingu þegar ég var þar og ég man bara að hann var rosalegur þar. Maður sá í hvað þetta stefndi hjá honum,“ sagði Axel sem hefur gríðarlega trú á John.
„Ég hlakka bara til að fylgjast með hans leið upp þjálfarastigann. Það er ekkert skemmtilegra en að horfa á viðtöl við hann eftir leiki.“
Umræðan í heild er í spilaranum.