West Ham var nálægt því að semja við funheita miðjumanninn Cole Palmer áður en hann gekk í raðir Chelsea.
Þetta segir Karren Brady varaformaður félagsins en Palmer var keyptur til Chelsea fyrir þetta tímabil.
Það eru bestu kaup Chelsea í dágóðan tíma en Palmer er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 20 mörk.
Brady hefur staðfest það að David Moyes hafi viljað fá Palmer til West Ham áður en Chelsea blandaði sér í baráttuna um leikmanninn.
West Ham var búið að ná samkomulagi við Manchester City um kaup á Palmer sem ákvað sjálfur að taka skrefið til Chelsea.