Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, baðst afsökunar í beinni útsendingu í gær á BBC.
Richards ræddi þar við Frank Lampard, fyrrum leikmann Chelsea, en þeir mættust á vellinum nokkrum sinnum.
Richards baðst afsökunar á hegðun sinni árið 2007 er Chelsea vann öruggan 6-0 sigur á City í ensku úrvalsdeildinni.
Richards ásakaði Lampard um að hafa hundsað sig í leikmannagöngunum fyrir leik og lofaði því að ‘rústa honum’ í kjölfarið.
Fyrrum varnarmaðurinn átti skelfilegan leik en Lampard segist sjálfur ekki hafa hundsað hann viljandi fyrir viðureignina.
Frank Lampard and Micah Richards have settled their argument from a game from 2007 😅#BBCFootball #MCICHE pic.twitter.com/P0EOvIdiiv
— Match of the Day (@BBCMOTD) April 20, 2024