Eins og flestir vita þá er Bayern Munchen í leita að þjálfara en Thomas Tuchel yfirgefur félagið í sumar.
Samkvæmt L’Equipe í Frakklandi gæti óvænt nafn mætt til starfa í Þýskalandi eða landsliðsþjálfari Austurríkis, Ralf Rangnick.
Rangnick hefur gert flotta hluti í Austurríki en var fyrir það tímabundinn stjóri Manchester United.
Hann er 65 ára gamall og þekkir það vel að þjálfa í Þýskalandi og gerði góða hluti með RB Leipzig og Hoffenheim.
Talið er að Rangnick sé opinn fyrir því að taka við Bayern sem er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar undir Tuchel.
Gengið í deildinni hefur þó verið slæmt og er búið að staðfesta það að Tuchel láti af störfum eftir tímabilið.