Wolves 0 – 2 Arsenal
0-1 Leandro Trossard(’45)
0-2 Martin Ödegaard(’90)
Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Wolves á útivelli.
Arsenal komst yfir undir lok fyrri hálfleiks er Leandro Trossard skoraði fallegt mark innan teigs og leiddu gestirnir í hálfleik.
Lundúnarliðið skoraði svo aftur er stutt var eftir en fyrirliðinn Martin Ödegaard kom boltanum í netið í uppbótartíma seinni hálfleiks.
Mikilvægur sigur Arsenal staðreynd en liðið er komið á toppinn og er einu stigi á undan Manchester City.
City á þó leik til góða en næsti leikur liðsins er gegn Brighton á útivelli eftir fimm daga.