Þeir Alexander Isak og Michael Olise eru báðir á óskalista Arsenal fyrir sumarið. Guardian segir frá.
Báðir eru að eiga frábært tímabil, Isak með Newcastle og Olise með Crystal Palace.
Isak er framherji og er Arsenal einmitt á höttunum eftir einum slíkum. Félagið hefur lengi fylgst með Isak og vildi hann einnig er hann var á mála hjá Real Socidad.
Isak verður allt annað en ódýr. Hann gæti kostað um 100 milljónir punda.
Olise er kantmaður sem einnig er eftirsóttur af Manchester-liðunum, City og United.
Hann er með klásúlu í samningi sínum upp á 65 milljónir punda í sumar.