Zinedine Zidane er nálægt því að samþykkja að taka við sem stjóri Bayern Munchen. Spænski miðillinn Mundo Deportivo heldur þessu fram.
Bayern er í stjóraleit en löngu er orðið ljóst að Thomas Tuchel verður ekki áfram með liðið á næstu leiktíð.
Franska knattspyrnugoðsögnin Zidane hefur hingað til aðeins stýrt Real Madrid á stjóraferlinum. Hefur hann náð stórkostlegum árangri og til að mynda unnið Meistaradeildina þrisvar.
Zidane hefur þó verið án starfs síðan 2021. Það gæti breyst á næstunni ef marka má þessar fréttir.