Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA en hann hefur náð fullum bata eftir meiðsli.
Þessi gríðarlega reynslumikli miðjumaður, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til fjölda ára hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA til loka tímabilsins 2026.
Rúnar Már hefur leikið 32 A-landsleiki og skoraði í þeim 2 mörk. Hann spilaði sem atvinnumaður í Svíþjóð, Sviss, Rúmeníu og Kasakstan. Spilaði hann 271 leik og skoraði í þeim 60 mörk og gaf 42 stoðsendingar.
Á þessum tíma vann Rúnar Már deildina í Rúmeníu tvisvar sinnum, deildina í Kasakstan einu sinni og varð meistari meistaranna bæði í Rúmeníu og Kasakstan. Hann spilaði í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar og eru Evrópuleikirnir 29, 9 mörk og 5 stoðsendingar.
Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA 🤝
Þessi gríðarlega reynslumikli miðjumaður, fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður til fjölda ára hefur skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA til loka tímabilsins 2026 👌
Rúnar Már hefur leikið 32 A-landsleiki og skoraði í… pic.twitter.com/4EdshRidYe— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) April 19, 2024