Kieran Tierney útilokar ekki að spila með Arsenal á næstu leiktíð, er lánsdvöl hans hjá Real Sociedad er lokið.
Bakvörðurinn var lánaður frá Arsenal til Sociedad út þessa leiktíð en ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann.
„Maður veit aldrei í fótbolta. Það er ótrúlegt að þú getir komið til baka eftir fjögur ár á láni eins og (William) Saliba gerði. Fótbolti er klikkuð íþrótt svo við sjáum til,“ segir Tierney.
Hann hefur þó ekkert rætt við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, um framtíðarplön sín.
„Ég tala ekkert við Arteta. Hann er upptekinn.“
Tierney elskar lífið hjá Sociedad.
„Þetta hefur verið stórkostlegt og ég nýt þess í botn. Það er synd hvað er lítill tími eftir. Það eru 6-7 góðar vikur þar til tímabilið er búið.“